Þriðjudagur, 16. mars 2010
Íbúum Íslands fækkar
Fólksfækkun varð á landinu á árinu 2009 í fyrsta sinn frá lokum 19. aldar. Þann 1. janúar 2010 voru 317.630 íbúar með fasta búsetu á Íslandi, samanborið við 319.368 ári áður. Fækkunin nemur hálfu prósenti. Á síðustu fimm árum hefur fjölgun landsmanna þó verið hlutfallslega ör eða 1,6% á ári að jafnaði.
Fólki fækkaði á öllum landsvæðum á árinu 2009. Fækkunin varð mest á Austurlandi og á Vesturlandi, en minnst á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu. Mannfækkunin stafar af miklum búferlaflutningum frá landinu.
Á undanförnum fimm árum varð íbúafjölgunin mest á Suðurnesjum, en á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi hefur fjölgað lítillega meira en sem nemur landsmeðaltali, en lítillega undir lands-meðaltali á Vesturlandi. Á Austurlandi og Norðurlandi eystra fjölgaði talsvert minna en sem nemur landsmeðaltali. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra varð fólksfækkun á síðustu fimm árum(Heimasíða Hagstofu)
Þetta er athyglisvert.Sennilega er kreppan ástæða fækkunarinnar.Margir Íslendingar hafa flutt af landi brott og útlendingar sem sest höfðu að hér hafa horfið til síns heima.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.