Miðvikudagur, 17. mars 2010
Tugum milljarða skotið undan skatti í bankakerfinu
Á undanförnum tíu til fimmtán árum hafa tvívegis verið lagðar fyrir Alþingi skýrslur um skattsvik í bankakerfinu.
Jóhanna segir að fyrir fimm árum síðan hafi komið í ljós að búið var að skjóta 40 milljörðum undan skatti samkvæmt úttekt skatt- og tollyfirvalda. En tillögur til úrbóta voru hunsaðar.
Jóhanna segir að komið hafi í ljós í þeirri úttekt sem gerð hafi verið að það hefði betur verið farið í þessar aðgerðir sem lagðar hafi verið til fyrir mörugm árum síðan, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var með fjármálaráðuneytið. Það hafi greinilega enginn áhugi verið á því að fara í þessar aðgerðir þá. Nú verði breyting þar á og farið í þessar aðgerðir af fullri hörku.(ruv.is)
Það er ekki seinna vænna að taka til hendinni á þessu sviði.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.