Seðlabankinn lækkar stýrivexti um 1/2 prósentustig,í 9%

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur.

Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 7,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 8,75%. Þá lækka vextir á lánum gegn veði til sjö daga, svokallaðir stýrivextir, í 9,0% og daglánavextir í 10,5%.

Spáin er í takti við það sem helstu greiningaraðilar á markaði gerðu ráð fyrir. Þeir töluðu um lækkun um 0,25-0,5 prósentur.(visir.is)

Þessi lækkun er alltof lítil. Verðbólga er á niðurleið og mikill samdráttur í þjóðfélaginu.Það eru því engin rök fyriir svona háum vöxtum. Þessi vaxtalækkun er alltof lítil til þess að hún geti aukið atvinnu og umsvif fyrirtækja. Til þess þarf mikið meiri lækkun vaxta. Í Bandaríkjunum eru vextir 1/2% og víða eru þeir 1% og minna.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband