Áhættumat vegna hugsanlegs greiðslufalls Orkuveitunnar

Reykjavíkurborg vinnur nú áhættumat vegna áhrifa hugsanlegs greiðslufalls Orkuveitunnar á fjárhag borgarinnar. Miðað við núverandi stöðu er talið að borgin þurfi að eiga handbæra tólf milljarða króna. Hverfandi líkur eru á greiðslufalli segir Orkuveitan.

Vinna við áhættumatið hófst seint á síðasta ári eða um það leyti sem lánshæfismat Orkuveitu Reykjavíkur var fært niður í ruslflokk.

Borgarráð hefur fundað að minnsta kosti tvisvar ófomlega um málið síðast á miðvikudag í síðustu viku en á þann fund mættu einnig fulltrúar orkuveitunnar og fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Engar fundargerðir hafa verið skrifaðar og áhættumati sjálft mun ekki verða kynnt almenningi samkvæmt heimildum fréttastofu.

Orkuveita Reykjavíkur tapaði tveimur og hálfum milljarði króna á síðasta ári og 73 milljörðum árið 2008. Skuldir félagsins nema nú um 240 milljörðum króna en félagið er að mestu fjármagnað í erlendri mynt. Tekjur eru hins vegar að mestu í íslenskum krónum.

Áhættumatið gengur meðal annars út á að meta lausafjársstöðu og greiðslugetu félagsins. Miðað við núverandi stöðu er talið að borgin þurfi að eiga handbæra átta til tólf milljarða króna til að styðja við félagið - komi til greiðslufalls.

Einn borgarfulltrúi sem fréttastofa talið við sagði að menn hefðu verulega áhyggjur af stöðunni en staða Orkuveitunnar getur haft veruleg áhrif á lánshæfismat Reykjavíkurborgar.

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu hverfandi líkur á því að félagið lendi í greiðslufalli. Orkuveitan væri í góðu samkomulagi við sína lánadrottna og undirliggjandi rekstur sterkur. Fátt bendi því til þess að orkuveitan geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. (visir.is)

Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða.Skuldir Orkuveitunnar hafa stöðugt verið að aukast og nema nú 240 milljörðum.Hverfandi líkur eru taldar á að Orkuveitan lendi í greiðslufalli en allur er varinn góður.

 

Björgvin Guðmundsson






 


 

  •  
    •  


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband