Aldraðir sviptir þeim lífeyri,sem þeir eiga að fá úr lífeyrissjóði!

Á heimasíðu Tryggingastofnunar er reiknivel og þar er unnt að reikna út hvað ellilífeyrisþegar fá mikinn lífeyri hjá TR miðað við mismunandi tekjur frá lífeyrissjóðum eða atvinnutekjur.Eftirfarandi kemur í ljós: Ef einhleypur ellilífeyrisþegi hefur 30 þús. á mánuði í tekjur úr lífeyrissjóðði lækkar lífeyrir hans frá almannatryggingum um nákvæmlega sömu upphæð,þ.e. um 30 þús. kr. á mánuði.Ef hann hefur 50 þús. á mánuði úr lífeyrissjóði gerist það sama. Lífeyrir þessa eldri borgara frá TR lækkar um sömu upphæð,þ.e. um 50 þús á mánuði.M.ö.o.: Þeim,sem hafa lagt í lífeyrissjóð er refsað með því að lækka lífeyri þeirra frá almannatryggingum um sömu upphæð og nemur lífeyri þeirra úr lífeyrissjóði.Þetta jafngildir því að umræddir lífeyrisþegar séu sviptir þeim lífeyri,sem þeir fá eða eiga að fá úr lífeyrissjóðnum.Þetta er til háborinnar skammar og blettur á velferðarsamfélagi okkar.Þetta verður að leiðrétta.

 

Björgvin GuðmundssonL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Og nú er sótt að lífeyrissjóðunum úr öllum áttum. Engar fjárfestingar sem eitthvað kveður að eru nú framkvæmanlegar - nema lífeyrissjóðirnir komi þar að.  Og verði sú raunin að hinir almannu lífeyrissjóðir verði notaðir í þessar framkvæmdir- þá er hætt við að þeir fjármunir komi seint eða aldrei til baka. 

En þá er það hin þjóðin í landinu.

Það eru opinberir starfsmenn ríkis og bæja. Þeirra lífeyrisjóður er gulltryggður að hinu opinbera og aldrei er kroppað í þá eða ráðgerðir í nein áhættu verkefni. Er það kannski ástæðan fyrir sókninni í hina almennu sjóði- að fall þeirra kemur ekkert við þá sem ráða gangi mála-stjórnmálamenn á launum hjá hinu opinbera ?

Sævar Helgason, 6.4.2010 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband