Þriðjudagur, 6. apríl 2010
Kosningar í Bretlandi 6.mai
Íhaldsflokkurinn mælist með meira fylgi en Verkamannaflokkurinn í öllum skoðanakönnunum en vegna einmenningskjördæma fyrirkomulagsins er alls óvíst hvort hann fái flest þingsæti, hvað þá hreinan meirihluta á þingi en kosið er um 650 þingsæti.Reiknað er með að kosningabaráttan verði hörð og nýmæli er að leiðtogarnir þrír koma fram í rökræðum í beinum sjónvarpsútsendingum. Helstu kosningamálin eru efnahagsmál, mismunandi áherslur í skattamálum og opinberri þjónustu.
Brown kallar kosningarnar ,,Valið mikla og leggur áherslu á að tryggja efnahagsbatann og að standa vörð um opinbera þjónustu, löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Þá heitir hann því að skapa milljón ný störf á næstu árum.
David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, segir að flokkur hans sé boðberi mikilla hugsjóna en skattar Verkamannaflokksins gætu stöðvað efnahagsbatann. Íhaldsflokkurinn hafi kraftinn sem þurfi til að leiða þjóðina áfram.
Nick Clegg, foringi Frjálslyndra demókrata, segir að flokkur sinn bjóði upp á raunverulegar breytingar. Clegg leggur áherslu á að nú séu hafin endalokin á ferli Gordons Brown. Hann sé persónulega ábyrgur fyrir mestu mistökum sem gerð hafi verið síðustu 13 árin í Bretlandi. Hann beri meðal annars ábyrgð á bankahruninu, kreppunni og ólöglegri innrás í Írak.(ruv.is)
Útlit er fyrir,að valdatíma Brown sé lokið enda þótt allt geti gerst í Bretlandi vegna einmenningskjördæmanna.Ég græt það þurrum tárum þó Brown hætti,eftir framkomu hans við Ísland.En ég hefði gjarnan viljað hafa Verkamannaflokkinn áfram við völd.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Facebook
Athugasemdir
Verkamannaflokkurinn á Bretlandi er í vondum málum. New-Labour er gjaldþrota.
Það er synd hvað Samfylkingin hefur reynt að líkjast breska Jafnaðarmannaflokkinum. Samfylkingin verður að snúa við af þeirri braut sem hún er á og taka aftur upp hin gömlu gildi jafnaðarmannastefnunnar.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.