Þriðjudagur, 6. apríl 2010
Á kreppan að valda því,að stjórnvöld skerði kjör aldraðra og öryrkja?Svarið er nei. Samfylkingin hefur marglýst því yfir,að hún vilji verja velkferðarkerfið og stjórn Samfylkingar oig VG segir,að hún muni standa vörð um velferðarkerfið.Samkvæmt því á ekki að ráðast á kjör aldraðra og öryrkja. Auk þess segir í upphafi stjórnarsáttmálans,að ríkisstjórnin vilji skapa hér norrænt velferðarkerfi. Hvað þýðir norrænt velferðarkerfi,norrænt velferðarsamfélag, fyrir eldri borgara og öryrkja? Það þýðir m.a.,að ekki á að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. Svíþjóð hefur verið í forustu fyrir norræna velferðarkerfinu. Þar tíðkast engar akerðingar á tryggingabótum lífeyrisþega vegna tekna á vinnumarkaði eða úr lífeyrissjóði.Þar greiðast bætur almannatrygginga öllum 65 ára og eldri að fullu óháð tekjum af atvinnu,lífeyrissjóði eða fjármagni.Þetta er norræna velferðarkerfið.Í Danmörkju fá 70% ellílífeyrisþega óskertar bætur. Í Noregi eru mjög litlar skerðingar á tryggingabótum eldri borgara vegna tekna og þar fá t.d. ellilífeyrisþegar fullan grunnlífeyri án tillits til tekna. Íslendingar sem búa í Noregi njóta þessa eftir að þeir hafa búið 3 ár í Noregi. Á Íslandi njóta aðeins 3% ellilífeyrisþega óskertra bóta. Ef ríkisstjórnin ætlar að jafna kjör lífeyrsþega hér til jafns við' kjör lífeyrisþéga á hinum Norðurlö0ndunum og afnema tekjutengingar að mestu eða öllu leyti á hún talsvert verk fyrir höndum. . Björgvin Guðmundsson | |
|
| |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
Það er gott að þú ert farinn að átta þig á þessu. Hverjar eru svo efndirnar hjá þessum flokkum. Það er eins og Grétar Þorsteinsson sagði eitt sinn við mig "argast íhald hefði ekki vogað sér að ráðast svona á öryrkja og eldri borgara".
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.