Kreppan á undanhaldi hér

Ég fór í Kringluna í gær strax eftir hádegið.Mér brá í brún.Það var allt troðfullt af fólki eins og fyrir jólin.Og mér sýndist létt yfir fólkinu. Ef þetta eru ekki merki þess að kreppan sé á undanhaldi veit ég ekki hvað.Sömu sögu er að segja um veitingahús borgarinnar.Þau eru alltaf full,sérstaklega um helgar.Kreppan er greinilega á undanhaldi. Fólk er heldur ekki eins hrætt og áður.Fyrst eftir að bankahrunið skall á héldu menn að sér höndum,voru hræddir og vildu ekki eyða um efni fram.En Þessi hræðsla er að mestu úr sögunni.Atvinnuleysi er að vísu gífurlega mikið enn,15-16000 atvinnulausir.Atvinnuleysið minnkaði þó aðeins um síðustu mánaðamót eða um 800 manns.

 

Björgvin Guðmuyndsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband