Rannsóknarnefnd: 3 ráðherrar,Seðlabankastjórar og forstjóri FME sekir um vanrækslu

Rannsóknarnefnd alþingis um  aðdraganda og orsakir bankahrunsins hélt blaðamannafund í morgun og greindi frá helstu atriðum rannsóknarskýrslunnar.Ofvöxtur bankakerfisins og eftirlitsleysi,stjórnvalda,Seðlabanka og FME er talið hafa valdið mestu um hrunið.3 ráðherrar eru taldir sekir um vanrækslu í skilningi laga,Þ.e. Geir H.Haarde forsætisráðherra,Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Björgvin G.Sigurðsson viðskiptaráðherra.Einnig eru 3 Seðlabankastjórar taldir sekir um vanrækslu í skilningi laga þ.e. Davíð Oddsson,Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson.Einnig er forstjóri Fjármalmálaeftirlitsins,Jónas Fr.Jónsson talinn sekur um vanrækslu í skilningi laga.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband