Mikil gagnrýni á Seðlabankann í skýrslu rannsóknarnefndar

Embættisfærslur bankastjórnar Seðlabankans voru óvandaðar í aðdraganda hrunsins. Formlegum tillögum um viðbrögð var ekki komið til ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin óskaði heldur ekki eftir þeim.

Tortryggni og samstarfserfiðleikar settu mark sitt á samskipti Davíðs Oddsonar, þáverandi stjórnarformanns Seðlabankans og flestra ráðherra Samfylkingarinnar.

Seðlabankinn gerði bagaleg mistök, að mati Rannsóknarnefndar Alþingis, þegar starfsmenn bankans gleymdu að framlengja lánalínu við Alþjóðagreiðslubankann í Basel sem samið var um í mars 2008. Þó lá ljóst fyrir að nauðsynlegt væri að auka aðgengi Seðlabankans að erlendum gjaldeyri. Lánalínan nam 500 milljónum Bandaríkjadala. Í drögum að minnisblaði Ingimundar Friðrikssonar, þáverandi seðlabankastjóra, segir að þegar mistökin hafi komið í ljós hafi tafarlaust verið óskað eftir framlengingu. Því var hafnað. 

Í skýrslunni kemur fram að í apríl 2008 hafi Davíð Oddsson, sent formlega beiðni um gjaldmiðlaskiptasamning til Seðlabanka Bretlands. Beiðninni var hafnað. Mervyn King, bankastjóri breska seðlabankans, hafi hinsvegar boðist til að hjálpa til við að finna leiðir til minnka íslenska bankakerfið sem væri að hans mati eina raunhæfa leiðin til að takast á við vandann. Seðlabankinn þáði ekki aðstoðina heldur óskaði eftir því að breski seðlabankinn endurskoðaði afstöðu sína til umbeðins skiptasamnings. Því var ekki svarað.

Sigríður Benediktsdóttir, einn nefndarmanna í rannsóknarnefnd Alþingis sagði á blaðamannafundi nefndarinnar í morgun að stýrivextir bankans hefðu verið of lágir á uppgangstímanum.(ruv.is)

Skýrsla rannsóknarnefndar er betri en ég átti von á.Hún tekur betur á málum en ég reiknaði með.Enda þótt nefndin dæmi ekki kveður hún upp úr um það,að 3 ráðherrar,3 seðlabankastjórar og forstjóri FME hafi  gerst sekir um vanrækslu í skilningi laga.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband