Fimmtudagur, 15. apríl 2010
Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkar greiðslur um 10%
Í tilkynningu segir að tryggingafræðileg athugun á sjóðnum, sem miðuð var við árslok 2009, leiddi í ljós að heildareignir sjóðsins, samanborið við heildarskuldbindingar hans, eru neikvæðar um 10,8%. Lög um starfsemi lífeyrissjóða mæla fyrir um að eignir þeirra og skuldbindingar til framtíðar þurfi að standast á, þó heimilt sé að víkja frá því tímabundið.
Því er ljóst að lagfæra þarf tryggingafræðilega stöðu sjóðsins og endurskoða lífeyrisréttindi og lífeyrisgreiðslur, eins og nú hefur verið lagt til. Vel hefur tekist að laga sjóðinn að breyttu efnahagsumhverfi, því nafnávöxtun ársins 2009 nam 10,0% sem svarar til 1,2% ávöxtunar umfram verðbólgu.
Lífeyrisgreiðslur ráðast einkum af iðgjöldum, raunávöxtun, lífaldri sjóðfélaga og örorkutíðni. Lífeyris-greiðslur frá sjóðnum hafa hækkað meira en sem nemur hækkun launavísitölu síðastliðinn áratug, . Lækkun lífeyrisgreiðslna um 10% samsvarar því hækkun lífeyrisgreiðslna vegna verðtryggingar ársins 2009 og það sem af er árs 2010.
Á tímabilinu 1997 til ársins 2009 voru lífeyrisréttindi sjóðfélaga hækkuð í þremur áföngum um 21,1% umfram verðlagsbreytingar. Eftir lækkunina nú nemur þessi hækkun 9% þrátt fyrir áhrif fjármálakreppunnar.(visir.is)
Það er afleitt að lækka þurfi lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga LV vegna kreppunnar enda þótt benda megi á,að greiðslur hafi hækkað mikið á undanförnum árum.Sjóðfélagar,sem greiða í lífeyrissjóði treysta á eftirlaun úr sjóðunum,þegar þeir láta af störfum.Það er mikið áfall,að skerða þurfi greiðslurnar.
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Síður undir "Business"
Síður undir "Business"
Flýtival
Nýtt á Vísi
Markaðurinn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.