Er forsetinn ekki lengur sameiningartákn þjóðarinnar?

Forseti Íslands er ekki lengur sameiningartákn þjóðarinnar segir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. Hann tekur undir gagnrýni rannsóknarnefndar Alþingis og finnst forsetinn hafa gengið of langt í skjalli.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sætir gagnrýni í siðferðishluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Ólafur Ragnar vísaði þessari gagnrýni á bug í Síðdegisútvarpinu í gær, og þvertók fyrir að segja af sér.

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur tók hins vegar undir þessa gagnrýni vinnuhóps um siðferði í Morgunútvarpinu í morgun. Honum finnst forsetinn hafa gengið of langt í skjalli á undanförnum árum. Betur hefði farið á því að draga frekar úr, því dramb sé falli næst.

Guðni sagði þó ekki gagnrýnina ekki tilefni til afsagnar. Ólafur Ragnar hafi brotið blað á forsetastóli á mörgu leyti. 

Guðni metur það þó svo að Ólafur Ragnar sé búinn að breyta hlutverki forseta Íslands því hann sé t.d. varla sameingartákn þjóðarinnar lengur. Íslendingar fagni í dag 80 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur. Hún hafi verið meira sameiningartákn en Ólafur Ragnar.

Ólafur Ragnar hafi bent á það sjálfur að hann telji hlutverk forseta að taka þátt í straumum sinnar tíðar. Guðni segir þar ekki bæði sleppt og haldið því ekki sé hægt að vera sameiningartákn líka.(ruv.is)

Ég er ekki sammála Guðna um að forsetinn sé ekki lengur sameiningartákn.Ég tel,að enda þótt Ólafur Ragnar hafi í forsetaembættinu haft  sjálfstæða skoðun á mörgum viðkvæmum málum tel ég embættið eftir sem áður vera sameiningartákn.Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel sem forseti.Stuðningur hans við  íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi er eðlilegur og í samræmi við það sem erlendir þjóðhöfðingjar gera en gæta verður þess að ganga ekki of langt á þessari braut.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér.  Þetta er ekkert öðruvísi í öðrum ríkjum.  Þetta er hlutverk forsetans.  Í dag væri hann gagnrýndur fyrir að hafa ekki stutt íslensk fyrirtæki erlendis og því átt þátt í því að bankarnir og önnur útrásarfyrirtæki féllu.  En þannig er það á toppnum, kalt... ískalt.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband