Laugardagur, 17. apríl 2010
Jóhanna:Draga verður þá seku til ábyrgðar
Jóhanna ítrekaði að læra þyrfti af rannsóknarskýrslunni; viðskiptakerfið, fjármálalífið, forsetaembættið og ekki síst stjórnmálakerfið þyrftu að leggjast í naflaskoðun. Á flokksstjórnarfundinum um helgina myndi stjórn Samfylkingarinnar leggja til við flokksstjórn að sett verði á stofn umbótanefnd sem m.a. myndi leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu og ábyrgð flokksins í aðdraganda bankahrunsins ekki síst til þess að draga lærdóma til framtíðar og leggja fram tillögur til úrbóta.(heimasíða Samfylkingar)
Ég tek undir með Jóhönnu.Það þarf að efla réttarkerfið og draga þá seku til ábyrgðar.Það verður að efla embætti sérstaks saksóknara svo hann geti hraðað störfum.Almenningur er mjög óánægður með þann mikla drátt sem verður á því að ákæra þá sem sennilega eru sekir.
Björgvin Guðmundsson
:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.