Sunnudagur, 18. apríl 2010
Ekki eitt orð um kjör aldraðra í stjórnarsáttmálanum!
Þegar litið er í stjórnarsáttmála "félagshyggjustjórnarinnar" kemur í ljós,að það er ekkert í sáttmálanum um að bæta eigi kjör aldraðra og öryrkja.Það er ekki eitt orð um það mál í sáttmálanum.Samt segja leiðtogar stjórnarinnar að þeir ætli að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.Það virðast því orðin tóm.Hér verður ekki komið á norrænu velferðarsamfélagi nema kjör aldraðra og öryrkja verði stórbætt.Kjör lífeyrisþega hér standa kjörum þessa hóps á hinum Norðurlöndunum langt að baki.Hvers vegna er ekkert um að bæta eigi kjör aldraðra í stjórnarsáttmála núverandi stjórnar? Það er vegna þess að þeir,sem unnu að sáttmálanum höfðu ekki nægilega þekkingu á þessum málaflokki.60+, stjórn eldri borgara í Samfylkingunni sendi Samfylkingunni tillögu að stefnu í málefnum aldraðra í kosningunum 2009.En þessari tillögu var stungið undir stól.Það var ekki eitt orð notað úr tillögunni í stefnuskránni.Ætla mætti að þeir sem unnu að stjórnarsáttmálanum teldu,að kjör aldraðra hér á landi væru orðin það góð að ekki þyrfti að bæta þau frekar.Heyrst hefur að svo sé og að það finnist menn innan verkalýðshreyfingarinnar sem telji kjör aldraðra orðin nógu góð og að ekki megi fara með þau upp fyrir lágmarkslaun verkafólks. Þeir,sem tala á þennan hátt einblýna á þann litla hóp,412 manns,sem hefur 157 þús.kr. á mánuði eftir skatt.180 þús. fyrir skatt. Það eru aðeins þeir,sem búa einir og hafa engar tekjur úr lífeyrissjóði og engar aðrar tekjur en frá TR.Aðrir hafa mikið minna frá TR.Þeir sem hafa smá lífeyri úr lífeyrissjóði eru skertir um sömu upphæð frá almannatryggingum.Í Svíþjóð eru engar skerðingar.Menn halda óskertum lífeyri frá almannatryggingum án tillits til þess hvað þeir hafa mikið úr lífeyrissjóði.Skerðingar eru mjög litlar á hinum Norðurlöndunum.Við eigum að afnema allar skerðingar hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru sjálfsögð markmið að standa vörð um kjör eldriborgara kjör sem hafa farið vesnandi síðusti misseri svo óviðunandi er.
Það þarf ekki að fjasa um það að við lifum á undarlegum tímum svo ekki sé meira sagt. En nú fara breytingar í hönd eða við vonum það þó oftast fari allt í sama farið.
Þarn á ég við komandi bæjar og sveitatjórnarkostningar. Þá er um að gera að vekja þá fulltrúa sem lúrt hafa síðustu fjögur ár, nefni þetta því reynslan er sú hjá all flestum að það er ekki tekið í hönd þér eða vinkað á götu úti nema á fjögra ára freti. Eins má minna á að doði borgaranna er í takt við áður nefnt, rumska rétt fyrir kostningar.
Ég vil nefna eitt atriði sem leggja þarf áherslu á, það er að eldriborgurum verði gert mögulegt að búa sem lengst í húsum og íbúðum sýnum, sem þeir hafa stritað fyrir alla sína æfi á heiðarlegan hátt og hvergi komið nálægt fjármálasukki. Þarna er ég með í huga hin mjög svo háu fasteignagjöld. þau eru að mínu mati ekki sanngjörn gagnvart lálaunahópum, hvað svo sem má segja um þá sem eru með ofurlaun án þess að ég skilgreini það nánar.
Nú eigum við að fylgjast með hverjar áherslur flokkana verða fyrir næsta kjörtímabil og er mér þá skiljanlega ofarlega í huga málefni eldra fólks, því nú er ég flokkaður meðal þeirra og verð að lifa af skamtinum eins og ég kalla það.
Ég nefndi hér áðan undarlega tíma. Þegar lífskjörin hafa versnað sem aldrei fyrr þá gengur það auðvitað ekki hjá stjórnvöldum, að seilast sínt og heilagt í vasa þeirra sem eru nánast eru tómir., því þannig hefur það verið. Það er ekki hygginna manna háttur að róa á mið þar sem lítið eða ekkert er að hafa. Hvorki ég eða nokkur getur kennt þeim sem völdin hafa, því þeir virðast lítið heyra, eða sjá það réttlæti sem felst í því að borgurum þessa lands þurfi ekki að kvíða ellinni eða ævikvöldi sem á að vera hverjum manni notalegt miðað við að heilsan sé í lagi, og skilað hefur góðu æfistarfi af þrautsegju og samvisku.
En til þess að eitthvað breytis til batnaðar verða viðkomandi að láta heyra í sér og rökstiðja sitt mál og hamra á þvi endalaust.
Þannig hefur það verið og mun alltaf verða. Að þeir fiska sem róa.
Ég óska eldriborgurum alls hins besta í allri baráttu og starfsemi komandi ára.
IGÞ, 18.4.2010 kl. 11:33
Er nokkuð að búast við öðru af félagshyggjustjórninni Björgvin, þegar þeir setja svona stórgáfan mann í stól félagsmálaráðherr. Ég kall þetta miklar og góðar gáfur þegar menn semja og fá samþykkt á alþingi lög sem leyfa að stela já ég segi stela af eldri borgurum það sem þeir hafa lagt í sjóð hjá TR til að hafa til elliárana. Sjálfur er ég búinn að borga í þennan ágæta sjóð í um 60 ár og fæ ekki eina krónu út úr honum og var þvingaður til að borga til baka um 400 þúsund sem þeir hjá TR, eftir að ÁPÁ tók við að mér bæri ekki að fá mína eigin peninga og skýringar voru í raun engar, svarið sem ég fékk var "afþví bara" og hótað lögmönnum ef ég afhendi ekki aftur mína eigin peninga, því ég hefði verið með of háar tekjur fyrir 2 árum síðan eða hærri en það sem ÁPÁ þóknast sem mun veru rúmar 200 þúsund á mánuði.. Þetta kalla ég að stela þegar menn taka af manni það sem maður á . Er þetta félgashyggjan í hnotskurn????
BBM
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.