Rökstuddur grunur um fjölmörg brot,sem fangelsisrefsing liggur við

Samkvæmt gögnum málsins er varnaraðili (Hreiðar Már Sigurðsson innsk. blm.) undir rökstuddum grun um að hafa framið fjölmörg brot er fangelsisrefsing liggur við," segir í úrskurði Hæstaréttar þar sem rétturinn staðfestir gæsluvarðhaldið yfir Hreiðari Má. Visir.is hefur úrskurðinn undir höndum.

 

Þar segir einnig að...."Eru þessi ætluðu brot rakin í hinum kærða úrskurði en þau eiga að hafa verið framin á nokkrum árum og til loka árs 2008."

 

Þá kemur fram að sérstökum saksóknara hafi borist erindi og kærur vegna framangreindra brota frá Fjármálaeftirlitinu á tímabilinu 13.-22. mars 2009. „Þrátt fyrir að langt sé um liðið frá því að hin ætluðu brot eigi að hafa verið framin verður að líta til Þess að þau lúta verulegum fjárhæðum, varð flókin fjárviðskipti og margir eiga að hafa komið að málum, eftir atvikum með skipulögðum hætti."

 

Jón Steinar Gunnlaugsson, einn þriggja hæstaréttardómara sem kváðu upp úrskurðinn, skilaði séráliti og vildi fella gæsluvarðhaldið úr gildi. Í áliti sínu segir Jón Steinar m.a. að á þeim tíma sem liðinn er..."hefur þráfaldlega verið fjallað um hin ætluðu brot á opinberum vettvangi og fyrir hefur legið að þau kynnu að koma til opinberrar rannsóknar. Þá hefur varnaraðili á þessu tímabili verið yfirheyrður hjá lögreglu sem sakborningur að því er nokkur þeirra varðar."

 

Jón Steinar segir að hann geri ekki ágreining við meirihluta dómara um að gögn málsins bendi til þess að mál þetta sé ekki fullrannsakað. „Þetta getur hinsvegar ekki að mínum dómi verið röksemd fyrir því að úrskurða megi varnaraðila í gæsluvarð í þágu rannsóknarhagsmuna."

(visir.is)

Það kemur ekki á óvart,að sérstakur saksóknari hafi rökstuddan grun um að Hreiðar Már hafi framið fjölmörg  alvarleg brot eftir lestur skýrslu rannsóknarnefndar alþingis.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband