Cameron tekur við af Brown

David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Gordon Brown sagði af sér embætti í dag.

Cameron, sem er 43 ára gamall, er staddur í ráðherrabústaðnum í Downingstræti, að því er fram kemur í frétt BBC. Hann fór fyrr í kvöld í Buckinghamhöll til þess að taka á móti stjórnarmyndunarumboði frá Elísabetu II drottningu Bretlands.

Cameron mun mynda meirihlutastjórn með frjálslyndum demókrötum. Íhaldsflokkurinn vann flest sæti í þinginu í kosningunum sem fram fóru í síðustu viku. Enginn flokkur vann hreinan meirihluta. (visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband