Miðvikudagur, 12. maí 2010
350 milljr. sparast við sameiningu ráðuneyta
Fjármálaráðherra segir að um 350 milljónir sparist með sameiningu ráðuneyta. Stærsti hluti sparnaðarins er tilkominn vegna þess að yfirmannsstöðum fækkar. Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í þessu máli og að ekkert samráð sé haft, en málið hefur ekki verið kynnt fyrir stjórnarandstöðunni.
Þetta var rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun. Forsætisráðherra vonast til þess að sjá til lands í þessu máli á morgun og að þetta geti gengið hratt fyrir sig. Mörg dýr stöðugildi verða lögð niður að sögn fjármálaráðherra (ruv.is)
350 millj. kr. er ef til vill ekki stór upphæð í ríkisrekstrinum.En ætla má að stærri og sterkari ráðuneyti skili betri árangri og hagræðingu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.