350 milljr. sparast við sameiningu ráðuneyta

Fjármálaráðherra segir að um 350 milljónir sparist með sameiningu ráðuneyta. Stærsti hluti sparnaðarins er tilkominn vegna þess að yfirmannsstöðum fækkar. Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í þessu máli og að ekkert samráð sé haft, en málið hefur ekki verið kynnt fyrir stjórnarandstöðunni.

Þetta var rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun. Forsætisráðherra vonast til þess að sjá til lands í þessu máli á morgun og að þetta geti gengið hratt fyrir sig. Mörg dýr stöðugildi verða lögð niður að sögn fjármálaráðherra (ruv.is)

350 millj. kr. er ef til vill ekki stór upphæð í ríkisrekstrinum.En ætla má að stærri og sterkari ráðuneyti skili betri árangri og hagræðingu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband