Vill,að einn bankanna verði í eigu sterks erlends banka

Efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, telur að Arionbanki og Íslandsbanki verði seldir á næstu misserum og árum. Hann telur æskilegt að í það minnsta annar bankinn verði að verulegu leyti í eigu sterks erlends banka.

Gylfi hélt erindi á ársfundi Samtaka fjármálafyrirtækja í morgun, en fundurinn bar yfirskriftina Með traust að leiðarljósi. Gylfi sagði að það tæki langan tíma að byggja upp traust, en ferlið væri þó hafið. Breyta þurfi starfsháttum bankanna sjálfra, lögum og eftirlitsstofnunum og unnið sé að þessu öllu. Þá þurfi eignarhaldið einnig að vera með hefðbundnara sniði.

Eins og áður hefur komið fram telur Gísli æskilegt að annar þessara banka verði að miklu eða öllu leyti í eigu erlends banka. Slíkt myndi ekki aðeins auðvelda aðgang þess banka að fjármagni erlendis, það myndi líka styrkja fjármálakerfið í heild, auka traust manna um heim allan á íslenska fjármálakerfinu, færa ákveðna þekkingu, reynslu, aðhald og eftirlit til Íslands.(visir.is)

Með því að tveir bankanna eru þegar komnir í einkaeigu,þ.e. eign kröfuhafa er et vil vill gott að annar þeirra verði í eigu sterks erlends banka. Síðan er best,að Landsbankinn verði áfram í eigu ríkisins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kaupþing banki áður Búnaðarbanki var í almenningseigu. Um 30.000 Íslendingar eignuðust hlut í þessum banka við einkavæðingu hans eða um 10% þjóðarinnar. Því miður læenti þessi banki ásamt fleirum almenningsfyrirtækjum í hendur braskaralýðs sem breyttu þessum fyrirtækjum í ræningjabæli, tóku sér gríðarlega há launakjör og steyptu fyrirtækjunum í stórskuldir en átu þau innanfrá. Er réttlætanlegt að afhenda þessi fyrirtæki erlendum kröfuhöfum og að eignir fjölda Íslendinga sem töldu sig vera að fjárfesta í góðum og gildum fyrirtækjum verði færðar niður í ekkert neitt?

Um 20 ára sparnaður minn og fjölskyldu minnar hvarf bókstaflega allur í þessu braski. Eg hef ekki fengið rönd við reist og ekki getað varið hagsmuni mína. Ef eg spyr Kauphöllina um hver seldi mér hlutabréf t.d. í Atorku fyrir 2-3 árum er mér vísað á Fjármálaeftirlitið sem vísar á viuðkomandi viðskiptabanka sem aftur vísar á Kauphöllina? Í hvers konar samfélagi erum við stödd þar sem sparnaður einstaklingsins er metinn einskis virði?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.5.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband