Miðvikudagur, 12. maí 2010
Sigurður kemur ekki heim sjálfviljugur
Í gærkvöld úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur Ingólf Helgason, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, í vikulangt gæsluvarðhald og Steingrím Kárason, fyrrverandi framkvæmdarstjóra áhættustýringar, í farbann. Ingólfur hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Alþjóðleg handtökuskipun á Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, sætir tíðindum.
Í Fréttablaðinu í morgun mun haft eftir Sigurði að handtökur og gæsluvarðhaldsúrskurðir Kaupþingsmanna séu vita ástæðulausar, hann ætli ekki sjálfviljugur að taka þátt í því leikriti sem honum sýnist vera sett upp til að sefa reiði þjóðarinnar eins og gefið hafi verið í skyn, og ráðamenn hafi ekki treyst sér til að neita.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur ekki ástæðu til að bregðast við þessu mati Sigurðar (ruv.is) Ég tel,að það verði ekki Sigurði til góðs að þrjóskast við að koma heim.Skynsamlegast væri fyrir hann að verða við beiðni sérstaks saksóknara um að koma heim til yfirheyrslu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.