Miðvikudagur, 12. maí 2010
Flestir treysta Steingrími J.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur minnsta traustsins af stjórnmálaforingjum á Íslandi samkvæmt könnun MMR.
67% sögðust bera lítið traust til hans nú samanborið við 54,4% í síðustu könnun. Þá segjast 13,8 % bera mikið traust til hans.
Flestir eða 37,6% sögðust bera mikið traust til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Traust til Steingríms J. Sigfússonar helst nær óbreytt frá síðustu könnun MMR í september 2009.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nýtur næst mesta traustsins eða 26,7 %. 46,9 % treysta honum hinsvegar ekki.
Þá sögðust 23,9% bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra borið saman við 36,0% í síðustu könnun. Fyrir rúmu ári síðan í febrúar 2009 kváðust 58,5% bera mikið traust til Jóhönnu.
Þeim sem segjast bera lítið traust til Birgittu fækkar nokkuð milli kannanna, nú segjast 55,4% bera lítið traust til hennar borið saman við 63,0% í síðustu könnun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins nýtur aðeins meira trausts en Bjarni. 15,7 % treysta honum vel. 57,7 % treysta honum lítið.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.