Föstudagur, 21. maí 2010
Lífeyrissjóðurinn er eign en ekki tekjur.Ekki á að skattleggja greiðslur úr lífeyrissjóði
Ég fékk tölvupóst frá konu,sem er eftirlaunaþegi.Hún gagnrýndi það,að lífeyrissjóður launþega væri meðhöndlaður eins og tekjur en í raun væri hér um eign að ræða,sem stjórnarskráin verndaði gegn eignaupptöku.Konunni fórust svo orð m.a.:
Hefurðu hugsað út í það að ellilífeyrisgreiðslur eru meðhöndlaðar af TR sem tekjur. Ég veit ekki betur en að ég hafi greitt af mínum eigin launum í lífeyrissjóð til að hafa upp á að hlaupa í ellinni og vinnuveitendur lögðu á móti sem hluta af mínum launum. Hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram þegar ég er að taka út mánaðarlega inneign mína í lífeyrissjóði að þeir sömu aurar séu aftur tekjur. Er þetta ekki bara brot á mannréttindaákvæðum stjórnarskrár, þar sem sagt er að eignarétturinn sé friðhelgur.Og að auki greiddum við gamlingjarnir fullan skatt af þessu í mörg ár, svo greiðum við aftur skatt af sömu krónum og svo skerðir TR tekjutryggingu á þeim forsendum að eign mín sé ekki eign heldur tekjur. Það er grundvallarmunur á merkingu þessara orða eign og tekjur.
Ég tek undir með konunni.Það,sem við höfum greitt í lífeyrissjóð er okkar eign en ekki tekjur,sem unnt sé að skattleggja.Þetta verður að leiðrétta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.