Föstudagur, 21. maí 2010
Mikil óánægja með Árna Pál sem ráðherra
Kona,sem alltaf hefur kosið Samfylkinguna og þar áður Alþýðuflokkinn sagði við mig, að Árni Páll félagsmálaráðherra væri farinn að stórskaða Samfylkinguna með yfirlýsingum sínum um niðurskurð í velferðarkerfinu og aðgerðir gegn öldruðum og öryrkjum.Sl. föstudag sagði Árni Páll í fréttatíma sjónvarpsins hjá RUV, að óhjákvæmilegt yrði aö fækka starfsmönnum í velferðarkerfinu,þar á meðal í umönnun fatlaðra og aldraðra.Í sömu frétt sagði Árni Páll,að það yrði að skerða bætur.
Eftir að Dagur B.Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar,mótmælti málflutningi Árna Páls dró ráðherrann nokkuð í land.Næst þegar hann talaði um málið talaði hann aðallega um að spara í ríkisrekstri með því að sameina stofnanir og fækka störfum en minntist ekki á að skera niður bætur.En ég treysti Árna Páli ekki lengur fyrir félags-og tryggingamálum.Ég tel hann stórhættulegan þar og skora á Jóhönnu forsætisráðherra að flytja hann í annað ráðuneyti.Það er nauðsynlegt,ef Samfylkingin á ekki að verða fyrir miklu fylgistapi vegna málflutnings og aðgerða Árna Páls.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það má ekki gleyma hvað Árni Páll er að gera gott fyrir okkur gamlingja, já og öryrkja.
Hann leggur núna alla sína vinnu í að bjarga þeim sem kunnu sér ekki hóf þegar þeir voru að kaupa sér leiktæki (bíla) og nú þarf að bjarga þeim, er þetta ekki stórkostlegt hjá Árni Páli að bjarga þeim, kanski getur hann notað aurana sem hann stelur af eldri borgurum með því að gelda þá um þá aura sem þeir hafa lagt í sjóð hjá TR í marga, marga áratugi. Þetta er stórkostlegur félagshyggjumaður. Hvað höfum við gamlingjar að gera með aura. Láta æfintýramennina fá þá.
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.