Blaðamenn spá Heru Björk 2.sæti

Hera Björk Þórhallsdóttir verður 16. í röðinni í úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Framlagi Íslands er af mörgum spáð prýðilegu gengi og varð það meðal annars í öðru sæti í atkvæðagreiðslu meðal blaðamanna. Stemningin í íslenska hópnum er hin besta.

Í kvöld rennur stóra stundin upp og í ljós kemur hvernig Hera Björk og lag hennar, Je ne se quoi, á eftir að falla í kramið hjá Evrópubúum. Lokaæfingin fyrir keppnina stendur nú yfir. Laginu er almennt spáð góðu gengi í kvöld. Veðbankar hafa yfirleitt sett það á topp fimm og í atkvæðagreiðslu meðal um þrjú hundruð blaðamanna í gær var íslenska lagið í öðru sæti, á eftir framlagi Ísraels. Sigmar Guðmundsson, sem lýsir keppninni í kvöld, segir Íslendingana taka eftir þessum meðbyr.

Hann segir áhuga Íslendinga mikinn - fleiri eigi miða í kvöld en á undanúrslitakvöldinu á þriðjudaginn og hann segir öruggt að þeir verði fleiri meðal áhorfenda í kvöld en undanfarin ár. Og Sigmar er sannfærður um að Hera eigi eftir að slá í gegn eins og hún gerði í undanúrslitunum. Hann telur að afar erfitt sé að spá fyrir um sigur. „Það er mat mjög margra að mörg lög geti endað á toppnum, en geti líka þessvegna dottið niður í 15. sætið."

Útsendingin hefst klukkan 19 og gera má ráð fyrir að úrslit liggi fyrir um klukkan 22.(ruv.,is)

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband