Sunnudagur, 30. maí 2010
Kosningarnar mikið áfall fyrir gömlu flokkana
Sveitarstjórnarkosningarnar urðu mikið áfall fyrir alla gömlu flokkana.Mest var áfallið í Reykjavík og á Akureyri.Í Reykjavík fékk Besti flokkur Jóns Gnarr 6 borgarfulltrúa og er stærsti flokkur borgarstjórnar.Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur borgarfulltrúum,fékk 5 og Samfylkingin tapaði einum,fékk 3. Framsókn þurrkaðist út,fekk engan borgarfulltrúa kjörinn.Sama er að segja um hina smáflokkana. Þeir komu ekki manni að.VG fékk 1 borgarfulltrúa,tapaði einum.
Á Akureyri var áfall gömlu flokkanna enn meira. Þar fékk L listinn hreinan meirihluta og gömlu meirihlutaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fengu aðeins 1 fulltrúa hvor.Í sumum sveitarfélögum úti á landi fengu gömlu flokkarnir hins vegar ágæta kosningu.Samfylkingin vann mikinn sigur á Akranesi og bætti við sig 2 fulltrúum.Sjálfstæðisflokkurinn vann meirihluta í Árborg og hélt meirihlutanum í Reykjanesi og í Vestmannaeyjuym.Samfylkingin tapaði meirihlutanum í Hafnarfirði en fekk yfir 40% atkvæða.Flokkurinn getur myndað meirihluta með VG. Í Kópavogi féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.En Samfylkingin tapaði þar einum manni.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í nótt,að kosningarnar í gær þýddu endalok fjórflokksins.Bjarni Benediktsson tók ekki undir það. En sagði,að gömlu flokkarnir yrðu að standa sig betur.
Það er eitthvað mikið að í stjórnmálum okkar,að nýr listi eins og listi Jóns Gnarr skuli fá 6 borgarfulltrúa og yfir 30 % atkvæða.Það sýnirað það er mikil óánægja meðal almennings,sennilega vegna bankahrunsins og vegna starfa núverandi ríkisstjórnar.Menn eru ekki ánægðir með störf hennar.Mér finnst hins vegar óánægjan koma niður á " skökkum" flokkum.Hún kemur m.a. niður á Vinstri grænum sem eru eini flokkurinn,sem ber enga ábyrgð á hruninu.Svo virðist sem kjósendur Besta flokksins geri engan greinarmun á gömlu flokkunum. Þeir flokka VG með fjórflokknum þó VG sá saklaus af ábyrgð á hruninu.En við megum ef til vill þakka fyrir,að áánægjan fór á Jón Gnarr en ekki einhvern nýjan öfgaflokk til hægri eða vinstri.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.