Sunnudagur, 30. maí 2010
Besti flokkurinn fundar um samstarfsaðila
Besti flokkurinn er að fara að funda um næstu skref í borgarstjórn en flokkurinn stendur óvænt með pálmann í höndunum eða sex borgarfulltrúa kjörna. Í Silfri Egils í hádeginu sagði Jón Gnarr, oddviti flokksins, að hann þyrfti að tala við sína flokksmenn áður en næstu skref yrðu ákveðin en sá fundur hófst fyrir stundu.
Á Facebook-síðu flokksins segir: Leynifundur BF að hefjast."
Þegar haft var samband við Heiðu Kristínu Helgadóttur, staðfesti hún að fundurinn væri hafinn.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði einnig í Silfrinu að hennar flokkur myndi virða niðurstöður kjósenda og ræða fyrst við Besta flokkinn varðandi hugsanlegt meirihlutasamstarf.
Það er sá möguleiki í stöðunni að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin myndi meirihluta en Hanna segir að það samrýmist ekki vilja kjósenda að byrja á því að semja við Samfylkinguna og skilja Besta flokkinn eftir. Þá hefur Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagst ekki hugnast samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Sjálfur hefur Jón Gnarr margsagt að hann vilji vinna með öllum.
Ekki er ljóst hvenær fundi Besta flokksins lýkur en þetta er fyrsti fundurinn sem þau halda eftir kosningar.(visir.is)
Fróðlegt verður að sjá hvern Besti flokkurinn velur sem samstarfsaðila.Besti flokkurinn hefur sagt,að hann vilji fá borgarstjórann. Hanna Birna mun ekki samþykkja Jón Gnarr sem borgarstjóra.Spurning er hvað Dagur B. gerir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.