Verður ráðinn ópólitískur borgarstjóri í Reykjavík?

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, er ekki á leið úr borgarstjórnarpólitíkinni þrátt fyrir að flokkur hans hafi beðið afhroð. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að ræða við Jón Gnarr í dag um meirihlutasamstarf og gerir ekki kröfu um borgarsstjórastólinn.

Samfylkingin hlaut aðeins 19 prósent atkvæða í gær og þrjá menn í borgarstjórn en flokkurinn tapaði fjórðungi atkvæða frá því fyrir fjórum árum er Samfylkingin fékk 27 prósent. Þetta er einnig miklu minna fylgi en Samfylkingin fékk í Reykjavík í síðustu þingkosningum en þá fékk flokkurinn þrjátíu og þriggja prósenta fylgi.

Dagur segir að allir sem koma að stjórnmálum þurfa að skilja hvaða skilaboð kjósendur séu að senda. Hann ætli sér að líta í eigin barm og huga að því sem Samfylkingin þurfi að gera.

Dagur segist standa við þau orð sín að það sé langsótt að Samfylkingin myndi meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Hann segir að hugsanlegar viðræður við Besta flokkinn komi til með að snúast um málefnin og hann muni ekki standa og falla með stóli borgarstjóra.(visir.is)

Sennilega væri skynsamlegast að ráða  ópólitískan borgarstjóra í Reykjavík,framkvæmdastjóra borgarinnar.Víðast utan Reykjavíkur er sá háttur hafður á.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband