Mánudagur, 31. maí 2010
Fráleit tillaga Karls Th. Birgissonar
Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í Reykjavík, víki í ljósi slæmra úrslita í kosningunum um helgina. Karl segir að úrslitin séu þau langverstu í sögu Samfylkingarinnar.
Í pistli á vefnum Herðubreið segir Karl að mánuði fyrir kosningarnar hafi 30% Reykvíkinga viljað að Dagur yrði borgarstjóri, en um 37% hafi viljað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins.(visir.is)
Þessi tillaga Karls Th.Birgissonar er fráleit.Það ber að skoða úrslit Samfylkingarinnar í ljósi þess,að nýr flokkur,Besti flokkurinn, bauð fram og fékk 6 fulltrúa.
Dagur tapaði 1 fulltrúa en Hanna Birna tapaði 2 og Sóley tapaði 1 .Samkvæmt kenningu Karls ættu allir þessir leiðtogar að segja af sér.
Það er einmitt nauðsynlegt að Dagur haldi áfram og myndi stjórn með Jóni Gnarr. Það þarf mann með reyslu til þess að mynda stjórn með Jóni þar eð Jón er reynslulaus.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.