Þriðjudagur, 1. júní 2010
Atvinnuleysi hjá ESB 10,1%
Atvinnuleysi í ríkjunum í myntbandalagi Evrópu mælist nú 10,1% að meðaltali sem er það hæsta síðan evran var tekin upp sem sameiginlegur gjaldmiðill árið 1999. Meira en 16 milljónir manna eru án atvinnu í ríkjunum. Aðeins í Þýskalandi minnkaði atvinnuleysi á milli mánaða. Atvinnuleysi í ríkjum Evrópusambandsins er nú minnst í Hollandi eða 4,1% en mest í Lettlandi þar sem einn af hverjum fimm er án atvinnu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.