Þriðjudagur, 1. júní 2010
Laun hækka í dag.Hvað með lífeyri aldraðra?
Hér er um að ræða síðasta áfangann í launahækkunum í núgildandi kjarasamningi SA og Eflingar. Á síðasta ári hækkuðu launataxtar um 6.750 krónur þann 1. júlí 2009 og aftur þann 1. nóvember um sömu krónutölu kr. 6.750. 1. nóvember tók einnig 3,5% launaþróunartrygging gildi hjá þeim sem enga hækkun höfðu fengið frá 1. janúar 2009 og voru ekki á kauptaxta. Ef um hækkanir á launum var að ræða á þessu tímabili þá drógust þær frá 3,5%.
Laun hækkuðu um 13500 kr. í fyrra og um 2,5% 1.jan.sl.
Á sama tíma og allar þessar launahækkanir hafa átt sér stað hefur lífeyrir aldraðra og öryrkja ekkert hækkað.Ekki nóg með það:Lífeyrir lífeyrisþega var skertur 1.júlí í fyrra.Það er eðlileg krafa lífeyrisþega að þeir fái frá 1.júní sömu hækkun á lífeyri ig nemur kauphækkun verkafólks í fyrra og í dag.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.