Þriðjudagur, 1. júní 2010
Sjálfstæðisflokkur með 30%,Samfylking með 22%.
Samkvæmt könnun Capacent Gallup er fylgi flokkanna nú sem hér segir miðað við þingkosningar:
D-listi 30%,S listi 22%,V listi 27%, B- listi 14%. Niðurstöður um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr netkönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 30. apríl - 26. maí 2010.
Heildarúrtaksstærð var 3.844 einstaklingar af öllu landinu og var svarhlutfall 68,2%. Vikmörk eru 0,4-2,2%. Í úrtakinu var fólk á aldrinum 18 ára eða eldra af öllu landinu valið af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup.Sé þetta hins vegar borið saman við fylgið á landsvísu í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn kemur í ljós að fleiri vilja Sjálfstæðisflokkinn til áhrifa í héraði en á Alþingi. Þessu er hins vegar þveröfugt farið með Vinstri græn. Kjósendur Samfylkingarinnar virðast styðja flokkinn hvort sem er í sveitarstjórnum eða til Alþingis. Fleiri vilja hins vegar Framsókn til valda á þingi en í heimabyggð.
Tæpur þriðjungur kaus einhvern annan en hinn svokallaða fjórflokk um helgina. Þar skiptir sköpum stuðningur við Besta flokkinn í Reykjavík, Næst besta flokkinn í Kópavogi og L-listann á Akureyri. Hafa ber í huga að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar buðu ekki alls staðar fram hreina flokkslista.
Fylgi stjórnarflokkanna er svipað og fyrir 1 mánuði,Samfylking með 1 prósentustigi minna og VG með einu prósentustigi meira.
Björgvin Guðmundsson
frettir@ruv.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.