Miðvikudagur, 2. júní 2010
Guðríður gerir ekki ófrávíkjanlega kröfu til bæjarstjórastólsins
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir flokkinn ekki setja neinar ófrávíkjanlegar kröfur í meirihlutaviðræðunum í bæjarfélaginu. Hún segir að Listi Kópavogsbúa hafi gerst sekur um trúnaðarbrest.
Í gær bárust þær fregnir að snurða hefði hlaupið á þráðinn í viðræðum á milli Samfylkingar, VG, Næstbesta flokksins og Lista Kópavogsbúa. Ásdís Ólafsdóttir, sem skipaði heiðursæti á Lista Kópavogsbúa og er fyrrverandi varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að Samfylkingin gerði þá kröfu að Guðríður yrði bæjarstjóri og á það gæti Lista Kópavogsbúa ekki fallist.
Mér finnst það ekki til heilla að ræða þetta mál í fjölmiðlum. Það er betra að gera það á fundum og það er annar fundur í dag. Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert mál útrætt," segir Guðríður og bætir við að Listi Kópavogsbúa hafi gerst sekur um trúnaðarbrest. Þegar fólk situr og er að semja er farsælast að það sé gert fyrir luktum dyrum."
Guðríður segir að fundurinn í gær hafi verið góður og að hennar nafn hafi ekki verið rætt í sambandi við bæjarstjórastólinn. Þá gagnrýnir hún yfirlýsingar Ásdísar á Vísi í gærkvöldi. Í fyrsta lagi var fylgistap Samfylkingarinnar ekki það sama og sameiginlegt tap Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Við töpuðum þremur prósentum. Í öðru lagi kom mitt nafn ekkert upp í þessari umræðu í gær."
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði rúmlega 14% í kosningunum á laugardaginn og Framsóknarflokkurinn tæplega 5%.
(visir.is)
Það er tími til kominn að hvíla íhaldið í Kópavogi og fagnaðarefni að samkomulag hafi náðst milli fyrrverandi minnihlutaflokka þar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.