Styrking krónunnar á að koma neytendum til góða

Neytendasamtökin segja að það sé óviðunandi að innflytjendur og smásalar hafi nýtt sér styrkingu krónunnar til að hækka álagningu. Samtökin segja að það sé eðlileg krafa að styrkingin skili sér til neytenda í stað þess að skila sér í hærri álagningu.

Á vef Neytendasamtakanna kemur fram að ljóst sé að verðlag innfluttra vara hafi ekki þróast í samræmi við gengi krónunnar.

Undanfarna mánuði hafi krónan verið að styrkjast gagnvart evrópskum gjaldmiðlum, en það sé einmitt þaðan sem flestar neysluvörur séu fluttar inn frá.

Bent er á að evran hafi lækkað í verði gagnvart krónunni um 15,5% frá 12. nóvember sl. Það sama eigi við um dönsku krónuna enda sé hún beintengd við evruna. Aðrar evrópskar myntir hafi einnig lækkað í verði gagnvart krónunni, þó ekki eins mikið.(mbl.is)

Ég styð sjónarmið Neytendasamtakanna fullkomlega í þessu efni.Það er óviðunandi,að neytendur skuli gjalda þess þegar krónan lækkar en ekki njóta þess þegar krónan hækkar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband