Fimmtudagur, 3. júní 2010
Vistrýmum fyrir aldraða hefur fækkað
Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um stofnanaþjónustu og dagvistir aldraðra árið 2009. Frá árinu 1993 hefur Hagstofa leitað upplýsinga hjá rekstraraðilum. Í desember árið 2009 voru vistrými alls 3.369, þar af voru hjúkrunarrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum alls 2.315 eða 68,7% vistrýma. Á milli áranna 2008 og 2009 fækkar rýmum á dvalar- og/eða hjúkrunarheimilum um 92. Dvalarrýmum fækkar um 46, fjöldi hjúkrunarrýma á hjúkrunar- og dvalarheimilum stendur í stað, en rýmum á heilbrigðisstofnunum fækkar um 45 á sama tíma. Árið 2009 voru rúm 54% vistrýma á höfuðborgarsvæðinu, en tæp 46% annarsstaðar.Alls bjuggu 3.191 á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember árið 2009, þar af voru konur tæp 64%. Rúm 9% 67 ára og eldri bjuggu í vistrýmum í desember árið 2009. Þetta hlutfall var rúm 12% á landsbyggðinni en tæp 9% á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2009 bjuggu tæp 23% fólks 80 ára og eldra í vistrýmum aldraðra. Það á við um tæp 19% karla á þessum aldri og rúm 25% kvenna. Alls bjuggu 3.191 á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember árið 2009, þar af voru konur tæp 64%. Rúm 9% 67 ára og eldri bjuggu í vistrýmum í desember árið 2009. Þetta hlutfall var rúm 12% á landsbyggðinni en tæp 9% á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2009 bjuggu tæp 23% fólks 80 ára og eldra í vistrýmum aldraðra. Það á við um tæp 19% karla á þessum aldri og rúm 25% kvenna. (Hagstofan)
Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um fjölgun vistrýma fyrir aldraðra og ríkisstjórnir hafa samþykkt aðgerðir til aukningar.En það sorglega er að þessar aðgerðir hafa engu skilað:Vistrýmum fyrir aldraða hefur fækkað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.