24000 heimili ná ekki endum saman

Um 24.000 heimili ná vart endum saman þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda í þágu heimilanna. Hlutfall heimila með neikvæða eiginfjárstöðu hefur fjórfaldast á rúmum tveimur árum og talið er að staðan muni versna.

Um 24.000 heimili eru á mörkum þess að ná endum saman þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda til að hjálpa skuldsettum heimilum. Tæpur fjórðungur heimila getur þannig ekki staðið undir bæði greiðslubyrði lána og framfærslu miðað við lágmarksneysluviðmið, eða átt umfram 50 til hundrað þúsund krónur afgangs á mánuði. Samkvæmt nýjasta hefti Fjármálastöðugleika Seðlabankans hafa um 5000 heimili komist í viðráðanlega stöðu sökum aðgerða stjórnvalda.

Heimili með gengistryggð lán glíma við einna mestu erfiðleikana, en rúmur helmingur heimila í greiðsluvanda er með gengistryggð lán. Þá er barnafólk mun líklegra til að eiga í greiðsluerfiðleikum en barnlaus heimili. Ungt barnafólk sem tók lán til íbúðakaupa eftir 1. janúar 2006 er sérstakur áhættuhópur, en vísbendingar eru um að tæp 40 prósent þeirra nái vart endum saman.

Þá hefur eiginfjárstaða heimila í húsnæði lækkað mikið að undanförnu. Að mati Seðlabankans er líklegt að um 28.300 heimili hafi skuldað meira en sem nam verðmæti fasteignar þeirra í febrúar síðastliðnum, eða um 40 prósent heimila. Það hlutfall hefur vaxið stöðugt frá því í ársbyrjun 2008, og raunar fjórfaldast síðan þá þegar það var aðeins um 11 prósent. Seðlabankinn telur líklegt að hlutfall heimila sem skulda meira en þau eiga í húsnæði muni hækka á næstu misserum.

(visir.is)

Samkvæmt athugun Seðlabankans vantar mikið á að nægilega mikið hafi verið gert fyrir heimili í skuldavanda.Það að 24ooo heimili nái vart endum saman er mjög alvarlegt mál og segir,að stjórnvöld verði að gera betur í þessu efni.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband