Fimmtudagur, 3. júní 2010
Samkomulag í Kópavogi
Meirihlutaviðræðum í Kópavogi er að ljúka og samkvæmt heimildum fréttastofu er búið að ákveða hver verður bæjarstjóri. Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun.
Minnstu munaði að viðræðurnar sigldu í strand í vikunni þegar ósamkomulag varð um hvort bæjarstjórinn kæmi utan frá eða ekki. Flokkarnir hafa nú náð saman um það en vilja ekki gefa upp hver niðurstaðan er.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar segir að búið sé að leggja allar stóru línurnar í samstarfi flokkanna fjögurra, Samfylkingar, Vinstri grænna, Næstbesta flokksins og Y-listans. Hún svaraði því til að Kópavogur fengi góðan bæjarstjóra þegar hún var spurð að því hver það yrði. Flokkarnir sitja nú á fundi sem búist var við að stæði fram eftir kvöldi.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.