10 milljarða minna fjárlagagat

Útlit er fyrir að fjárþörf ríkisins á næsta ári verði tæpum tíu milljörðum minni en spáð hafði verið. Fjárlagagatið nemi rúmum 40 milljörðum króna, í stað tæpum 50 milljörðum.

Í ráðuneytunum er unnið að tillögum til hagræðingar og þurfa þau að skila tillögum til fjármálaráðuneytisins 11. júní. Ekki verður um flata niðurskurðarkröfu að ræða, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur niðurskurður um fimm til tíu prósentum.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir vinnu við fjárlögin ganga vel. Seinkun þjóðhagsspár hafi þó sett strik í reikninginn og því hafi þurft að reikna sumar hagtölur innan ráðuneytanna.

Í grófum dráttum sé fjárhagsbúskapurinn á áætlun; tekjuhliðin sé aðeins undir en hvað gjöld varðar standi ríkissjóður vel. Sparnaðaráætlanir þær sem gripið var til í fyrra hafi gengið vel upp.

Steingrímur vill ekki tiltaka tölur í þessum efnum. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að gatið sem stoppa þarf í fyrir árið í fyrra verði tæpum tíu milljörðum minna en hugað var; muni nema rúmlega 40 milljörðum í stað tæplega 50 milljarða.

Samkvæmt sömu heimildum verður þunginn á útgjaldahliðinni, eða um þrír fjórðu hlutar. Það þýðir hagræðingu um 30 milljarða, eða um það bil. Afganginum verði náð inn í gegnum auknar tekjur.

Steingrímur segir að ítarlegri skýrslu verði skilað til þingsins í aðdraganda fjárlagagerðar, líkt og gert var í fyrra. Þar sé bæði tekið á fjárlagafrumvarpi næsta árs, en líka áætlun og stöðu í heild. „Við reiknum ekki með sambærilegum skattabreytingum og í fyrra, í aðalatriðum verða sömu skattstofnar keyrðir áfram með svipaðri útfærslu. Frekar verður horft til sértækari tekjuöflunaraðgerða.(visir.is)

Í fyrra "fann" Steingrímur 20 milljarða,sem hann hafði ekki reiiknað með.En það er alveg sama hvað miklir peningar finnast, alltaf þarf félagsmálaráðherrann að ráðast á kjör aldraðra og öryrkja.Vonandi duga þessir 10 milljarðar til þess að unnt verði að komast hjá því nú.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband