Laugardagur, 19. júní 2010
Valtað yfir aldraða og öryrkja
Fram til 1995 var það skylt samkvæmt lögum að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.En þá var þetta afnumið af ríkisstjórn undir forustu Davíðs Oddssonar.Og í staðinn var lögfest ákvæði um að lífeyrir ætti að taka mið af breytingum á kaupgjaldi og verðlagi.Þetta sætti mikilli gagnrýni en Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sagði þá að þetta yrði betra en eldra fyrirkomulag,nú yrði hagur lífeyrisþega að þessu leyti tryggður bæði með belti og axlaböndum,þar eð lífeyrir ætti ekki aðeins að hækka ef kaupgjald hækkaði heldur einnig að taka mið af verðlagshækkunum.En það fór á annan veg. Nýja fyrirkomulagið reyndist lífeyrisþegum mun óhagstæðara. En þó hefur fyrst keyrt um þverbak í tíð núverandi stjórnar. Sl. 12 mánuði hefur kaup láglaunafólks hækkað um 23 þús. á mánuði eða ca. 16% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur ekki hækkað um eina krónu.Þetta er ekki að tryggja hag lífeyrisþega með belti og axlaböndum.Þetta er að valta yfir lífeyrisþega.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.