Landssamband eldri borgara: Frysting lífeyris kemur ekki til greina

Bæði formaður Landssambands eldri borgara og formaður Öryrkjabandalags Íslands hafa mótmælt því harðlega að lífeyrir aldraðra og öryrkja verði frystur frá áramótum eins og félagsmálaráðherra vill.Helgi K.Hjálmsson formaður LEB segir,að lífeyrir aldraðra sem nú er 180 þús.á mánuði fyrir skatt,155 þús. eftir skatt eigi að vera 250-300 þús. á mánuði.

Segja má,að lífeyrir aldraðra hafi verið frystur frá áramótum 2008/2009. Síðan hafa engar hækkanir orðið á lífeyrinum þrátt fyrir kauphækkanir verkafólks. Hins vegar voru kjör lífeyrisþega skert 1.júlí sl.Það gerðist um leið og kaup verkafólks var hækkað. Það er brot á lögum um málefni aldraðra,sem segja,að aldraðir eigi njóta  jafnréttis,að lækka kjör aldraðra um leið og kaup launþega er hækkað.Með hliðsjón af kauphækkunum verkafólks,sem þegar hafa átt sér stað er fráleitt að ætla að frysta lífeyri aldraðra og öryrkja. Það verður að  leiðrétta lífeyrinn til samræmis  við kauphækkanir verkafólks.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband