Föstudagur, 25. júní 2010
Er búið að hækka ellilífeyri of mikið?
Á ársfundi TR sagði félagsmálaráðherra,að ellilífeyrir hefði hækkað um 42% frá 2007.Hann hefur nefnt þessa tölu nokkrum sinnum og það leynir sér ekki,að hann telur þetta það mikla hækkun,að nóg sé að gert. Þeir félagar hann og Stefán Ólafsson stjórnarformaður TR sungu þann söng á ársfundi TR,að aldraðir hefðu fengið miklar hækkanir og væru nú betur settir en eldri borgarar hjá ESB.Ekki var hins vegar minnst á samanburð við Norðurlöndin.En hver er sannleikur málsins.Hann er þessi:
Það er aðeins lítill hópur eldri borgara,sem hefur fengið mikla hækkun á lífeyri sínum eða upp í 155 þús. kr. eftir skatt nú.Hér er um rúmlega 400 ellilífeyrisþega að ræða eða 1,5% af öllum ellilífeyrisþegum.Þetta eru einu einstaklingarnir meðal ellilífeyrisþega,sem fá fullar og óskertar bætur.Í Svíþjóð fá allir -100% ellilífeyrisþega fullar og óskertar bætur. Í Danmörku er hlutfallið 70%.Þeir ellilífeyrisþegar,sem eru í hjónabandi eða sambúð fá aðeins 140 þús. kr eftir skatt hér.Það er nokkuð stór hópur og eðlilegra að miða við þann hóp,þegar samanburður er gerður.
Kjarabætur þær,sem eldri borgarar fengu í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks voru fyrst og fremst gerðar fyrir þá sem voru á vinnumarkaðnum með því að draga úr tengjutengingum (núverandi stjórn hefur tekið hluta þeirra til baka.) Þeir,sem voru hættir að vinna fengu hins vegar litlar kjarabætur, nema þessi 400 manna litli hópur.Og allir þeir,sem hafa eitthvað lítilræði úr lífeyrissjóði eru skertir hjá Tryggingastofnun. Þeir sem hafa 50- 100 þús. úr lífeyrissjóði eru því ekkert betur settir en hinir,sem aldrei hafa greitt krónu í lífeyrissjóð.Ef þú hefur 50 þús. úr lífeyriissjóði er lífeyrir þinn hjá TR skertur um 50 þús. kr. Þetta er eins og eignaupptaka og mikil spurning hvort þetta stenst lagalega.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skerðing á ellilífeyrir,eru margvísleg og ósanngjörn.
Skerðing vegna greiðslu úr lífeyrissjóðum:
Fólk,sem hefur greitt í lífeyrissjóði,og á rétt á ellilífeyri þaðan,hefur einnig greitt stórar upphæðir í formi skatta til ríkisins.Og í sjö ár var greitt skatt af inngreiðslum á tímabilinu.Hlutur af skattagreiðslu hvers og eins,hefur verið ætlað til Tryggingastofnun Ríkisins,á að renna til greiðslu á elli og öryrkjulífeyri.Því ætti greiðsla frá Lífeyrissjóðum vera aukning á lífeyri við greiðslur frá TR.
Skerðing vegna fjármagnstekna:
Við skerðingu á ellilífeyri vegna fjármagnstekjur,er ekki tekið tillit til neins.Heldur miðast skerðing við brúttófjármagnstekjur.
Fjármagnstekjur eru yfirleitt vaxtatekjur vegna sparnaðar,sem lágt hefur á bankareikning,fjármagn,sem hefur myndast við að selja eigið og óhentugt húsnæðiFjármagnstekjuskattur er nú 18%.Skattur á þeim er ekki tekinn til greina.Raunvextir eru miklu hærri,en innlánsvextir,því er um hreint tap á innlánum.Ekki er það tekið til greina.Margir þurfa að nota innlánvexti,til greiðslu á afborgun og vöxtum til íbúðalánasjóð.Ekki er það tekið til greina.Margir þurfa að nota innlánvexti,til greiðslu á leigu á húsnæði,sem er sérstaklega ætlað lífeyrisþegum.Ekki er það tekið til greina.
Mismunun á hinum almenna borgara,og lögaðila,þar sem að allar greiðslur fjármagnsgjalda lögaðila eru til jöfnunnar á tekjum,eru eða hljóta vera brot á mannréttendum.Því ætti það að vera verk Félög eldri borgara,að leggja fram kæru til Mannréttindadómstóla.
Ingvi Rúnar Einarsson, 25.6.2010 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.