Mánudagur, 19. júlí 2010
Útgjöld flestra ráðuneyta jukust eða stóðu í stað en almannatryggingar skornar niður
Eftirtalin ráðuneyti juku útgjöld sín á yfirstandandi ári þrátt fyrir tilmæli um niðurskurð: Dómsmálaráðuneytið um 1 milljarð kr.,sjávarútvegsráðuneytið um 1 milljarð kr.,umhverfisráðuneytið um 100 þús. kr.,efnahagsráðuneytið um 200 þús. kr. og iðnaðarráðuneytið um 700 þús. kr.. Í menntamálaráðuneytinu stóðu útgjöldin í stað. Í forsætisráðuneyti,utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti minnkuðu útgjöld um 1 milljarð kr., í hverju ráðuneyti.Í heilbrigðisráðuneyti og samgönguráðuneyti varð mikill niðurskurður.En þess ber að geta að mikill tilflutningur verkefna átti sér stað úr heilbrigðisráðuneyti í félagsmálaráðuneyti.Skýrir það að hluta til minnkun útgjalda í heilbrigðisráðuneyti og aukningu útgjalda í félagsmálaráðuneyti til annarra þátta en almannatrygginga en niðurskurður í lífeyristryggingum almannatrygginga nam 6 milljörðum eða hærri upphæð en niðurskurður í öðrum ráðuneytum en heilbrigðisráðuneyti og samgönguráðuneyti.Svo virðist sem skjaldborg hafi verið slegin um dómsmálaráðuneyti,sjávarútvrgsráðuneyti,efnahagsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti og jafnvel menntamálaráðuneyti en ekki um almannatryggingar,sem ríkisstjórnin ætlaði þó að vernda.Skjaldborg um almannatryggingar brást.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.