Mánudagur, 19. júlí 2010
Hæstaréttardómur getur tafið efnahagsbatann
Dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána mun líklega draga úr stöðugleika íslenska fjármálakerfisins og seinka efnahagsbatanum. Þetta segir Paul Rawkins framkvæmdastjóri hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings í samtali við fréttaveituna Bloomberg.
Í fréttinni kemur einnig fram að dómurinn gæti tafið fyrir að Íslendingar endurnýji tengsl við alþjóðlega fjárfesta, þar sem kröfuhafar bankanna, sem ákváðu að eignast þá til að draga úr tjóni sínu, fari í mál við ríkið.
Rawkins segir að dómurinn gæti einnig komið af stað efasemdum um aðgengi Íslands að erlendum fjármálamörkuðum.(ruv.is)
Enda þótt ekki megi deila við dómarann verður það að viðurkennast,að dómur Hæstaréttar getur sett verulegt strik í reikning efnahagsbatans.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.