Mánudagur, 19. júlí 2010
Íbúatala Íslands 317.900 manns
Í lok 2. ársfjórðungs 2010 bjuggu 317.900 manns á Íslandi, 159.800 karlar og 158.100 konur. Engin fjölgun var frá fyrra ársfjórðungi. Erlendir ríkisborgarar voru 21.100 í lok 2. ársfjórðungs 2010. Á höfuðborgarsvæðinu einu bjuggu 201.300 manns.
Á 2. ársfjórðungi 2010 fæddust 1.200 börn, en 530 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust frá landinu 710 einstaklingar umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 160 umfram aðflutta, en brottfluttir erlendir ríkisborgarar voru 550 fleiri en þeir sem fluttust til landsins. Karlar voru í miklum meirihluta brottfluttra.
Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara, en þangað fluttust 310 manns í ársfjórðungnum af 710 alls. Flestir erlendir ríkisborgarar fluttust til Póllands eða 520 manns af 1.000.
Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (210), Noregi (100) og Svíþjóð (90), samtals 400 manns af 550. Erlendir ríkisborgarar voru hins vegar flestir frá Póllandi, 140 af alls 480 erlendum innflytjendum.(Hagstofan)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð og skilmerkileg grein Björgvin. Það kemur ekki á óvart, að Pólverjar eru flestir aðfluttra. Þeir eru glöggir menn, sem spá fram í tímann, og margir Pólverjar vænta þess, að Ísland er land tækifæranna, þótt á móti blási um sinn.
Með góðri kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 19.7.2010 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.