Þriðjudagur, 20. júlí 2010
Eðalkrati fellur frá
Í gær var til moldar borinn Sigurður Sveinn Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Breiðholts og fyrrverandi formaður Handknattleikssambands Íslands.Útförin var gerð frá Áskirkju og var gífurlegt fjölmenni enda var Sigurður mjög vinsæll maður og vel látinn.Hann hafði starfað mikið í Víking og Handknattleikssambandinu og unnið þar merkt brauðryðjendastarf.
Sr. Sigurður Jónsson jarðsöng Sigurð.Hann flutti góða minningarræðu og rakti mannkosti Sigurðar. Hann sagði,að Sigurður hefði verið einlægur jafnaðarmaður,eðalkrati. Og það eru orð að sönnu. Við Sigurður kynntumst í Alþýðuflokknum og unnum þar mikið saman svo og í Samfylkingunni. Með okkur tókst góður vinskapur,sem hélst alla tíð. Með Sigurði er genginn góður drengur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.