Spáir 5,2% verđbólgu í júlí

Greiningardeild Arion banka gerir ráđ fyrir 0,25% verđhjöđnun í júlí sem mun lćkka 12 mánađa verđbólgu niđur í 5,2%, úr 5,7%.

 

„Helsta ástćđan fyrir ţví ađ viđ spáum lćkkun er tímabundin áhrif frá sumarútsölum ţennan mánuđ. En ţar fyrir utan hefur styrking krónunnar sl. mánuđi dregiđ niđur ýmsa liđi vísitölunnar. Á hinn bóginn mun eldsneytisverđ hafa áhrif til hćkkunar," segir í Markađspunktum greiningarinnar.

 

Helstu atriđi til grundvallar spá greiningarnnar eru ađ síđustu tvö ár hafa sumarútsölur á fatnađi lćkkađ vísitölu neysluverđs um 0,4-0,5% í júlí, og gerir greiningin ráđ fyrir svipuđum áhrifum nú. Reynslan sýnir hinsvegar ađ útsöluáhrifin ganga ađ mestu til baka í ágúst og september, og verka ţá til hćkkunar verđlags.

 

Eldsneytisverđ hefur hćkkađ frá síđustu mćlingu Hagstofunnar og jafngildir hćkkunin um 0,15% áhrifum til hćkkunar á vísitölu neysluverđs.

 

Af öđrum áhrifaţáttum verđbólgunnar má nefna ađ ţótt verđ á nýjum bílum hafi lćkkađ töluvert í júní, ţá komu áhrif ţess ekki fram í vísitölu neysluverđs. Hugsanlegt er ađ áhrifin komi ađ einhverju leyti fram í júlí eđa á nćstu mánuđum.

 

Hvađ horfur til lengri tíma varđar segir í Markađspunktunum ađ í ágúst og september mun verđlag hćkka meira en ella vegna útsöluloka, ţ.e. ţegar útsölur júlímánađar ganga til baka.

 

„Á hinn bóginn teljum viđ fáa ađra verđbólguhvetjandi ţćtti til stađar ađra en vćntanlegar gjaldskrárhćkkanir orkufyrirtćkja og hins opinbera. Hér verđur ađ hafa í huga ađ kaupmáttur heimila er enn ađ dragast saman, atvinnuleysi er í hámarki og innlend eftirspurn ţví enn lítil.

 

Síđast en ekki síst hefur krónan veriđ ađ styrkjast síđastliđiđ hálft ár og gengisvćntingar eru ţví líklega jákvćđari nú en fyrir 6 mánuđum. Ólíklegt er ţví ađ verđbólgan rjúki upp međan helstu forsendur, s.s. um stöđugt gengi, standast. Langtímaspá okkar gerir ráđ fyrir ađ ţađ dragi hratt úr verđbólgunni á seinni helmingi ársins.

 

Í lok árs gerum viđ ráđ fyrir ađ tólf mánađ verđbólga verđi komin í kringum verđbólgumarkmiđ Seđlabankans. Óvissan til skemmri tíma í spá okkar snýr einna helst ađ húsnćđisliđnum en erfitt hefur reynst ađ spá fyrir um ţróun ţess á undanförnu," segir í Markađspunktunum.(visir.,is)

 

Björgvin Guđmundsson




 

  •  
    •  

    « Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

    Bćta viđ athugasemd

    Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

    Hafđu samband