Krónan er handónýt

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands sagði í viðtali við Fréttablaðið,að kjör launafólks væru nátengd gengi krónunnar.Það er rétt.Gengisfall krónunnar rýrði kjör launafólks verulega.Og ef Seðlabankinn ætlar að torvelda styrkingu krónunnar mun það á ný þýða kjaraskerðingu.

Forseti ASÍ benti á , að hinn „sveigjanlegi" gjaldmiðill okkar er æ ofan í æ notaður til að hafa af fólki tekjur þess og eignir þegar efnahagslífið verður fyrir áföllum. Lífskjör almennings eru færð niður til að bjarga afkomu útflutningsgreinanna svo að meiri gjaldeyrir komi inn í landið. Um leið og allt verður dýrara þegar innflutningur hækkar í verði rjúka bæði erlendar og verðtryggðar innlendar skuldir heimila og fyrirtækja upp.

Krónan er handónýt og það verður að fá nýjan gjaldmiðil,Evran virðist vænsti kosturinn en gallinn er sá,að það tekur langan tíma að fá hana. Ef til vill fæst einhver tenging krónu við evru til bráðabirgða og aðstoð Seðlabanka Evrópu við slíka aðgerð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur minntist á það sama í viðtali á Útvarpi Sögu í morgun.  Að Ísland fengi fljótlega aðstoð frá Seðlabanka Evrópu til að tengja krónuna við Evru. 

Mér lýst vel á það.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband