Þriðjudagur, 7. september 2010
Lilja og Ásmundur telja ekkert liggja á að semja um Icesave!
Ásmundur Einar sagði að nú þegar hefðu sparast tugir milljarða króna fyrir þjóðarbúið í vaxtakostnað og menn ættu að vera óhræddir við að halda málstað Íslands á lofti. Það mætti hins vegar ekki gerast undir svipuhöggum Evrópusambandsins. Tilefni þessara orða voru yfirlýsingar Árna Páls Árnasonar efnahagsráðherra á Alþing í gær um að nú yrði að ná þjóðarsamstöðu um að ljúka Icesave. Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp og spurði hvort þingmennirnir deildu skoðun sinni með ráðherra.(ruv.is)
Ég er ósammála þessum þingmönnum VG. Ég tel,að það sé stórskaðlegt að tefja lausn á Icesave og það standi í vegi fyrir uppbyggingu landsins.Það er ekki unnt að slá því föstu,að neitt hafi sparast með því að tefja lausn Icesave.Það kemur ekki í ljós fyrr en samið verður. Síðustu tveir samningafundir benda til þess að Bretar og Hollendingar hafi ekkert gefið eftir enn og þeir krefjast enn mikilla vaxta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.