Engin skerðing á grunnlífeyri aldraðra í Noregi

Grunnlífeyrir aldraðra frá almannatryggingum í Noregi er 120 þús. kr. ísl. á mánuði.Allir ellilífeyrisþegar fá þennan grunnlífeyri í Noregi,einnig Íslendingar,sem búið hafa 3 ár í Noregi.Engin skerðing verður á þessum lífeyri þó menn hafi aðrar tekjur.Viðbótarlífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega er sama upphæð,120 þús. kr. á mánuði,þannig,að þeir fá  alls 240 þús. á mánuði fyrir skatt.Þetta er lágmarkslífeyrir  einhleypra ellilífeyrisþega.Þessi lífeyrir skerðist ekki vegna greiðsla úr lífeyrissjóðum.Grunnlífeyrir í Noregi er skattfrjáls.Þannig ætti þetta að vera hér.Grunnlífeyrir ætti að vera skattfrjáls og engin skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Því miður verða allir heyrnarlausir þegar þetta er rætt.

Þingmenn þurfa ekki að kvíða neinu og almenningur skal drepast úr volæði.

En þeir sem ungir eru núna eiga klika eftir að eldast.

Þá og ekki fyrr verður þessu kippt í liðinn.

Bestu kveðjur Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.9.2010 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband