Þriðjudagur, 7. september 2010
Fyrningarleiðin: Svikin innsigluð
Nefndin um kvótakerfið og fyrningarleiðina skilaði sjávarútvegsráðherra tillögum sínum í morgun.Þar kemur það skýrt fram,að nefndin (meirihlutinn) leggur til,að horfið verði frá fyrningarleiðinni,sem var stærsta kosningamál stjórnarflokkanna og færði þeim meirihluta á alþingi.Í staðinn leggur nefndin til það sem hún kallar samningaleið en sú leið felst í því að ríkið semji við kvótakóngana um að þeir fái kvótana (nýtingu þeirra) í 15-25 ár gegn ákveðnu gjaldi! Sem sagt í stað þess,að kvótakóngar hafi veiðiheimildir til eins árs í senn eiga þeir að fá kvótana í 15-25 ár. Þetta er fáheyrt. Þetta er verra en núverandi kerfi. Það hefði verið betra að gera ekki neitt. Nefndin sem átti að leysa málið hefur sem sagt farið aftur á bak en ekki áfram. Meirihluti nefndarinnar reynir að drepa málinu á dreif og segir,að aldrei hafi verið talað um fyrningu heldur innköllun kvóta.En í kosningabaráttunni var alltaf talað um fyrningu á 20 árum og leiðtogar stjórnarflokkanna og aðrir fulltrúar þeirra lofuðu kjósendum, fyrningu aflaheimilda á 20 árum. Meirihluti nefndarinnar vill svíkja þetta kosningaloforð. Vonandi fer ríkisstjórnin aðra leið og stendur við kosningaloforðið.Geri hún það ekki eru dagar hennar taldir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.