Fjármálaráðherra um matarverð: Samkeppniseftirlit láti málið til sína taka

Eftirlitsstofnanir og almenningur verða að þrýsta á um að verð á innfluttri matvöru lækki í samræmi við styrkingu krónunnar. Þetta segir fjármálaráðherra. Útreikningar Alþýðusambandsins sýna að verðið hefur ekki lækkað á árinu þrátt fyrir umtalsverða styrkingu krónunnar.

Verð á innfluttum mat og drykk hefur hækkað um 70% á tveimur og hálfu ári. Krónan hefur styrkst umtalsvert á árinu en matarverðið haldist óbreytt, samkvæmt útreikningum sem Alþýðusambandið gerði fyrir Fréttastofu RÚV.

Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, furðar sig á því að verð á innfluttum mat hafi ekki lækkað og segir að heimilin hafi ekki notið styrkingar krónunnar, þrátt fyrir loforð kaupmanna um að svo yrði.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir slæmt að gengishækkun hafi ekki orðið til þess að matarverð lækki. Hann telur að hækkunin skili sér að einhverju marki, en kannski séu of mikil frávik frá því. Í einhverjum tilvikum hafi orðið hækkun á vöru á heimsmarkaði en í öðrum tilvikum sé óskiljanlegt hversvegna styrking krónunnar skili sér ekki með lækkandi verðlagi.

Steingrímur segir að ákjósanlegt væri að gengishækkunin skilaði sér í lægra vöruverði. Gengishækkunin hafi stuðlað að lækkun verðbólgu og vaxta. Almennt njóti allir góðs af þeim stöðugleika sem hafi hægt og bítandi verið að innleiðast.

„Kannski ekki í þeim mæli sem eðlilegt væri hvað varðar beint vöruverð á tilteknum tegundum innfluttrar vöru. Þá þarf bara öflugt eftirlit og aðhald með því að menn lækki verð þegar gengið styrkist ekki hægar en það hækkar þegar gengið veikist.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband