Miðvikudagur, 8. september 2010
Milkil óánægja með álit nefndar sjávarútvegsráðherra
Nefnd sjávarútvegsráðherra um fyrningarleiðina hafði ekki starfað lengi þegar fulltrúar LÍÚ í nefndinni fóru í fýlu og hættu að mæta í nefndinni.Það var vegna þess,að þeir urðu þess varir að nefndin ætlaði að framkvæma kosningaloforð stjórnarflokkanna og ákvæði stjórnarsáttmálans um fyrningu aflaheimilda á 20 árum. Allt í einu byrjuðu fulltrúar LÍÚ að mæta í nefndinni á ný. En þá var komið nýtt hljóð í forustu nefndarinnar.þá var að fæðast einhver moðsuða í stað fyrningarleiðar,einhver moðsuða um að úthluta kvótakóngunum aflaheimildunum til langs tíma,15-25 ára.Von var að LÍÚ menn tækju gleði sína aftur úr því að rætt var um að þeir fengju veiðiheimildir til mikið lengri tíma en nú,en núna fá þeir úthlutun til eins árs í senn. Ef þessi nýja moðsuða verður ofan á er það betra kerfi fyrir útgerðina en áður var. Það þýðir ekkert að klifa á því að setja eigi í stjórnarskrá að þjóðin eigi kvótana eða sjávarauðlindina. Þjóðin á hana nú þegar samkvæmt lögum svo að það er engin breyting þó gott sé að festa þetta ákvæði í stjórnarskrá.Engu er líkara en ákveðið hafi verið að slaka á,hvika frá fyrningarleiðinni til þess að fá fulltrúa LÍÚ aftur inn í nefndina.Það er óskiljanlegt að þessi leið skuli hafa verið farin. Það var ekki meining stjórnarflokkanna,þegar þeir lofuðu fyrningu kvóta á 20 árum að það ætti að hvika frá þessu loforði,ef útgerðin legðist gegn því.Það var alltaf vitað að útgerðin yrði á móti fyrningarleið.
Ég hefi orðið fyrir miklum vonbrigðum með störf nefndarinnar. Ég tel,að formaður og fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni hefðu átt að halda við ákvæði stjórnarsáttmálans og kosningaloforð um fyrninarleiðina.Í umræðum síðustu daga hefur komið vel í ljós,að mikil óánægja er með niðurstöðu nefndarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.